Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fannst ég eitthvað léttari...

Það hlaut að vera, finnst ég eitthvað léttari...

 

þessi brandari var í boði spaugstofunnar.


mbl.is Krókódíl stolið í Björgvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snæfinnur snjókall hótar norðurpólnum!

Og páskakanínan er víst nokkuð ósátt vegna skrumskælingar á páskaegginu en hún var að komast að því að íslendingar búa til súkkulaðiegg sem samræmist ekki gömlu páskahefðunum.

Af hverju í ósköpunum vakti það enga athygli þegar Benasir Bhutto nefndi banamann Bin Ladens, í viðtali rétt áður en hún var drepin?


mbl.is Bin Laden hótar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er mynd af Mel Gibson

Hér er glæný mynd af Mel Gibson teiknuð á Romanov veitingahúsinu en teiknarinn sat við næsta borð. Eins og sést á myndinni var Mel Gibson mjög ánægður með félagsskapinn.Mel Gibson


mbl.is Britney í kvöldverð með Mel Gibson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hlutir sem ég get ekki gert.

það er ýmislegt sem ég get gert. til dæmis er ég ágætis sundmaður, hægur en nokkuð góður samt. einnig fæst ég við ljóðaskrif, sum ljóðin eru slæm en svo eru nokkur sem eru ágæt. ég kann líka að keyra bíl og get hitt úr nokkrum þriggja stiga skotum í körfubolta. hér er hins vegar nokkur dæmi sem ég gæti alls ekki gert, enda ekki nettasti guffinn á svæðinu.

Langaði bara að vera fyrstur með brandarann...

og segja: enginn er óbarinn biskup. nú þarf enginn moggabloggari að koma með þennan aulahúmor.
mbl.is Biskupinn mögulega pyntaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hverjum kemur þetta við?

Ekki mér að minnsta kosti. Sjálfsagt er að löggan athugi hvort vændistæknirinn eigi sér nokkuð vændisstjóra (pimp, dólgur) en sé staðreyndin sú að konan selji sig fyrir sig sjálfa og engan annan þá kemur engum það við. Ef hún segir satt þegar hún segist hafa gaman að kynlífi og vilji prófa að fá pening fyrir það, þá má hún það fyrir mér.
mbl.is Vændi á netsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Only in Texas

getur kannski verið að sú gamla sé harðlínu múslimi? en án spaugs þá er þetta enn eitt dæmið um hvað sumir kanar eru klikkaðir. það sagði mér kani sem ég kynntist fyrir 2 árum í háskóla íslands, að texasbúar séu einstaklega ruglaðir og er til orðatiltæki um þá: "only in texas" ef furðufrétt heyrist þaðan. reyndar nota flestir aðra útgáfu af þessu orðatiltæki, "only in america".  Gaman að þessu.
mbl.is Dönskum blaðamanni ógnað í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gluggagægir mættur á svæðið.

Svetlana uppgötvaði í morgun að fótspor voru í snjónum fyrir utan gluggan okkar og grunaði strax nágrannann en nágranninn er oft að drekka með vinum sínum og reykir í íbúð sinni svo lyktin skríður eftir ganginum á kvöldin, s.s. ekkert alltof sniðugur granni. Ég rannsakaði málið hins vegar nánar enda áhugamaður um rannsóknarlögreglustörf en ég komst að því að gluggagægirinn hafi upprunalega komið niður brekkuna fyrir ofan stúdentagarðana sem við búum á, og kíkt á alla gluggana á fyrstu hæð hússins. Ég mun bíða eftir honum í nótt með baseball kylfu og bjóða honum í kaffi. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband