Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Ég ţori.

Mér finnst myndin Veđramót léleg. Ég ţori ađ segja ţađ ólíkt mörgum en ţegar myndir fjalla um slíkan harmleik sem barnamisnotkun óumdeilanlega er, ţá virđist fólk ekki ţora annađ en segja ađ myndin sé frábćr og ađ hún hafi skiliđ mjög mikiđ eftir sig, haft djúpstćđ áhrif á ţađ. Ef fólk (sérstaklega "frćga" fólkiđ) segist hinsvegar ekki fíla ţessa mynd ţá á ţađ á hćttu ađ vera kallađ tilfinningalaust og ósmekklegt. Auđvitađ er svo til fólk sem hreinlega finnst myndin góđ (fólk hefur jú misgóđan smekk:))

Ţađ sem mér finnst ađ myndinni er margt. Helst ber ađ nefna tilgerđarlegan leik og í raun tilgerđarlega nálgun á ţessu viđkvćma efni. Handritiđ er ekki gott, ţá sérstaklega persónusköpunin en flestar persónurnar í myndinni eru flatari en Danmörk og Holland til samans. Mér var í raun nokk sama um persónurnar ţví persónusköpunin var svo grunn ađ mađur kynntist persónunum ekki neitt og var ţví sama hvađ kom fyrir ţćr. Leikurinn er ekki ađeins tilgerđarlegur heldur líka leikhúslegur eins og í flestum íslenskum myndum eins og sést mjög vel ţegar ađalpersónan rífst viđ pabba sinn: Pabbinn: "Ţú talar ekki svona viđ föđur ţinn!" og ţetta segir hann auđvitađ mjög skýrt og hátt svo áhorfandinn heyri örugglega og svo kljást ţau á stofugólfinu á mjög svo vandrćđalegan hátt. Í raun rođnađi ég reglulega er ég sá myndina ţví samtölin voru svo skelfilega óeđlileg og gervileg og sum atriđin bara kjánaleg eins og "slagsmálin" á einhverjum kvöldfundinum. Eini ljósi punkturinn viđ myndina finnst mér vera náttúran sem ţar er, mjög falleg en ţađ er allt.

Mig grunar ađ ţessi kvikmynd hafi fengiđ svona margar tilnefningar af 2 ástćđum. Sú fyrri er sú ađ ţađ ţykir fínt ađ verđlauna myndir sem fjalla um svona viđkvćmt málefni ţví annars er hćgt ađ saka "akademíuna" um ađ loka augunum gagnvart ţessu málefni. Seinni ástćđan gćti veriđ sú sama og ţegar Sofia Coppola fékk óskarinn fyrir lost in translation (kvikmynd um ekki neitt), eftirnafniđ.

 

 


mbl.is Veđramót fékk 11 tilefningar til Edduverđlauna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvernig hegđar bar sér?

Mér finnst bara fínt ađ MJ sé ekkert ađ flćkjast fyrir fóstrunni ţar sem hann hegđar sér bara eins og bar í kringum hana... betra ađ leyfa henni ađ jafna sig í friđi...


mbl.is Jackson yfirgefur veika barnfóstru sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband