Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Hvar er vísan núna Már??

Hræðilegt að heyra af þessu andláti og samhryggist ég aðstandendum ef þeir skyldu lesa þetta. Þegar fréttin barst af því að Ómar brenndist bloggaði maður að nafni Már við fréttina en hann bloggar alltaf með vísum sem er sniðug hugmynd en á alls ekki alltaf við eins og í þessu tilviki. Sjaldan hefur maður séð eitthvað sem er jafn óviðeigandi og þessi vísa sem Már birti. Vonandi lætur maðurinn þetta sér að kenningu verða og hættir að semja vísur um atburði sem ekki á að semja vísur um.
mbl.is Andlát: Ómar Ö. Kjartansson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar vinnur

Nýlega tók ég við ritstjórastarfi á fréttavefnum www.austurlandid.is af Einari Þorsteinssyni og ætla að gera mitt besta í að flytja fréttir frá austurlandinu... fyrir 3 dögum byrjaði ég svo að planta trjám í landi Stóra Sandfells í Skriðdal og byrjaði líka svona ljómandi vel, er með 2 stigs brunasár á andlitinu eftir helvítis sólina!

Lýst annars ágætlega á þetta en það vantar nú samt hana Svetlönu mína svo maður geti byrjað að njóta sumarsins, það kemur vonandi allt saman í ljós á næstu dögum hvenær Sveta kemur. Ef það á ekki að gerast fyrr en í lok sumars þá mun ég safna saman sterkum mönnum til að... ræða við útlendingaeftirlitið... það eða sjá hvort Jónína Ben hafi ennþá einhver völd...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband