Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Tvennt kemur á óvart í þessari frétt.

Þar sem ég get ekki einhverra hluta vegna bloggað við frétt á mbl.is þá verð ég bara að gera það leiðinlegu leiðina... hér er linkur að frétt http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1261905 sem kemur mér á óvart. í fyrsta lagi kemur það mér mjög mikið á óvart að Bandaríkjamenn séu hissa á að einhver telji stríðið í Írak ólöglegt. Ég hélt að alþjóðasamfélagið svokallað vissi það alveg að stríðið hafi verið ólöglegt þar sem sneytt var framhjá alþjóðalögum og kúkað yfir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í leiðinni. Um þetta hefur verið talað í 4 ár en Kaninn er steinhissa yfir þessu. Hitt sem kemur mér á óvart er að Saudi Arabíu yfirvöld hafi gagnrýnt USA opinberlega... en þessi tvö lönd hafa sleikt rassgatið á hvort öðru í áratugi.

Dagbók Önnu Smith

Þegar ég las fyrirsögnina fyrst, í flýti, fannst mér eins og um dagbók Önnu Frank væri að ræða og fannst mér hálf milljón af dollurum skiljanlegt verð fyrir svona merkilega bók.

Þegar ég las þetta betur hins vegar sá ég að þetta var bara dagbækur Önnu Nicole Smith... ég myndi kannski bjóða 500 kall og tyggjópakka fyrir það krafs.


mbl.is Dagbækur Önnu Nicole seldar fyrir hálfa milljón dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja listaverk keisarans

Ég ætla að fara í hlutverk saklausa barnsins og benda á þetta "listaverk" og segja: Hey, þetta er engin list!"

"Tilvist mannsins og þeir kraftar sem knúa hann áfram"... úff... alltaf gaman að því þegar einhver listamaður, oft undir áhrifum jurtarettna gerir eitthvað fáránlegt og enginn þorir að segja að þetta sé fáránlegt... því þá lítur út eins og maðurinn sé bara heimskur eða hafi bara ekkert vit á list... blikkandi ljós og kona að drippla bolta kemur tilvist mannsins ekkert við... nema þá kannski tilvist körfuboltamannsins...


mbl.is Körfubolti og skerandi ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstök ljósmynd!

Ljósmyndari moggans hefur náð hér einstakri mynd en á henni sjást 3 Hobbitar á spjalli við vel hærðan mann. Ég leyfi mér að fullyrða hér að þetta er fyrsta og eina ljósmyndin sem næst hefur af Hobbitum á Íslandi.
mbl.is Spooky Jetson og The Portals í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá mótmæladæmisaga

Þegar Davíð og Dóri voru nýbúnir að setja Ísland á lista hinna staðföstu og viljugu var ég að klára menntaskólann á Egilsstöðum. Ég var og er enn mikill andstæðingur Íraksstríðsins og utanríkisstefnu Bandaríkjanna almennt og þegar ég frétti að Davíð Oddsson væri væntanlegur þann daginn í heimsókn í Menntaskóla Egilsstaða til að sannfæra menntskælingana um að Sjálfstæðisflokkurinn væri málið en þetta var rétt fyrir kosningar, sá ég rautt. Ég rauk heim, fann viðbjóðslegustu myndirnar sem ég gat fundið frá Íraksstríðinu, feður haldandi á dauðum börnum sínum, sundurliðuð barnalík og fleira ógeðslegt. Ég skrifaði nokkrar setningar á hverja mynd, eins og t.d. Taktu dollaramerkin úr augunum Davíð" og Allt í nafni lýðveldis og fl.  Með tárin í augunum hljóp ég í menntaskólann því það var stuttur tími til stefnu, Davíð var á leiðinni. Ég hengdi upp myndirnar sem voru um 20, út um allt í skólanum, aðallega þó við innganginn og svo við salinn þar sem Davíð ætlaði að bulla í fólkinu. Ég setti verstu myndirnar á salarhurðina og beið eftir að Davíð hafði komið sér fyrir við ræðupúltið og þegar hann hafði talað í nokkrar mínútur opnaði ég hurðina og skellti henni aftur með miklum krafti í von um að Davíð myndi líta á myndirnar. Sjálfur gat ég ekki verið þarna lengur, ég fór heim því ég vissi að ef ég væri þarna lengur myndi ég ekki geta ráðið við mig, svo reiður var ég, er samt ekki að tala um að ég hefði ráðist á fíflið en ég hefði örugglega öskrað eitthvað og þannig eyðilagt mótmælin.

Af Davíð var það að segja að hann stóð sig merkilega illa á þessum kosningafundi því menntskælingarnir spurðu hann í kaf en hann gat ekki einu sinni svarað spurningunni "Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera fyrir landsbyggðina". Kallinn minntist á Kárahnjúkavirkjun en þá benti einhver honum á að það væri verk Framsóknarmanna og þá gat hann lítið sagt og svo spurðu hann margir út í Íraksstríðið enda var mikil andstaða gegn því í Menntaskólanum á Egilsst. þá. Þegar um hálftími var eftir af þessum fundi stoppaði aðstoðarkona Davíðs spurningaflóðið og sagði að þetta væri búið og við það æddi Davíð út. Ég verð að segja það að ég bjóst við miklu meira frá þessum manni sem hefur verið sagður mjög góður í andsvörum...

 

Varðandi fréttina sem ég er að blogga við þá bara gúddera ég öll mótmæli varðandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna og vona að við Íslendingar höldum áfram að minna á andstöðu okkar og sýnum það helst með því að kjósa ríkisstjórnina frá völdum!


mbl.is Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekkert öfundsjúkur!

Hvað hef ég hvort sem er að gera við 31 milljón? Maður myndi bara eyða því í einhverja bölvaða vitleysu... Crying
mbl.is Er 31 milljón ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndnasti maður Íslands

Ég, Björgvin Gunnarsson, auglýsi hér með eftir kröftugum karlakór sem væri til í að koma og hvetja mig í keppninni Fyndnasti maður Íslands þann 22. mars. Dómari keppninnar er nefnilega hávaðamælir.  

Ps. Ef ég vinn keppnina þá gæti ég deilt ljósakortamiðanum og kortinu  í ræktina (vinningar í keppninni) með karlakórnum... 


Helgi bróðir!

Alltaf ertu með einhverja stæla við lögguna! Nú segi ég stopp! Police Tounge
mbl.is Veittu bifreið eftirför í tvær klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Eþíópíubúana??

Hvernig tókst þeim að bjarga bara Vesturlandabúunum úr gíslíngu en ekki restinni? Er málið það að það séu bara ómerkilegir afríkubúar sem mega deyja fyrir þeim?

Veit ekki með ykkur en mér finnst þetta furðulegt.


mbl.is Flogið verður til Bretlands með gísla sem komið var til bjargar í Eþíópíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar tillögur

Hér eru nokkar tillögur um nafn á þessu "stríði": 

1. Tilefnislaus árás Ísraelsmanna á Líbanska borgara.

2. Klasasprengjufjörið mikla.

3. Operation Babybombing. 

4. Sprengjutest 2006.

5. Drullað yfir alþjóðalög 2006. 

6. Hörkufjör á heimavist.

 


mbl.is Og hvað á stríðið að heita? Ísraelar leita að nafni á stríðið í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband