Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hvað er Al Sharpton eiginlega gamall?

Búinn að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna 2 sinnum, fyrst árið 1947 og svo aftur 2003... og er enn í fullu fjöri! Reyndar fann ég út með nútíma spæjaraleiðum (google) að Al Sharpton hafi fæðst árið 1954 og gerir sú staðreynd þessa frétt enn merkilegri! W00t


mbl.is Forfaðir aðskilnaðarsinna talinn eigandi langafa mannréttindafrömuðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir út að labba!!!!

Svifryksmengun í Reykjavík er í hámarki í dag! Júbbí! Allir út að anda að sér borgarlofti!!

 

Aldrei gerist þetta heima á Egilsstöðum... Whistling


Ég lýsi líka yfir áhyggjum!

Og það er bara fátt við það að bæta...
mbl.is Pútín og Lavrov lýsa áhyggjum af umræðu um árásir á Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískt fyrir pólitíkus

Er þetta ekki svolítið týpískt fyrir pólitíkusa, að minnsta kosti vestan hafs að þegar vegið er að þeim eða þeirra fjölskyldu að þá vilja þeir fyrst setja lög og þyngja refsingar?

 Annars má alveg refsa þessum flössurum...


mbl.is Vill að „flassarar“ verði skilgreindir sem kynferðisafbrotamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur á óvart!

Alþjóðasamfélagið: "við leggjumst hart á móti því að þið notið svona viðbjóðsleg vopn í stríðum ykkar!!"

Bandaríkin: "okkur er alveg sama, við viljum nota þetta, þetta virkar vel, að minnsta kosti ef þetta er notað rétt... sem er sjaldan en það skiptir engu!"

Alþjóðasamfélagið: "Ó, ok, við vildum bara rétt minnast á þetta... afsakið ónæðið, gangi ykkur vel að drepa saklausa borgara, bless bless!"

 

ósmurt beint í...


mbl.is Bandaríkin hafna því að hætt verði að nota klasasprengjur í stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geymd fyrir Íran?

Það kæmi mér ekki á óvart ef kaninn myndi slá 2 flugur í einu höggi með því að testa þessa bombu í Íran...
mbl.is Pentagon hættir við að sprengja risasprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisdagur ársins!

Ég átti afmæli þann 20.febrúar, rétt eins og Kurt Cobain, Cindy Crawford og fleira fallegt fólk. Það væri þó ekki í framsögu færandi ef ekki hefði verið fyrir daginn eftir... en þá upplifði ég besta dag síðari ára í mínu lífi en þá var annar í afmælisdegi og kærastan kom mér snilldarlega á óvart og gaf mér nudd í afmælisgjöf... þá meina ég prófesjónal nudd með heitum steinum, skrúbbi og ég veit ekki hvað og hvað en hún kom með mér og fékk sömu meðferð. Eftir nuddið fórum við inn í baðstofuna en þetta var á Laugum, Laugardal. Þar leið manni eins og ríkum manni, í fyrsta skipti á minni fátæku ævi en þar inni gat maður vafrað um eins og ekkert væri sjálfsagðara og valið milli þess að fara í sauna (ca 4 sauna klefar), gufubað, íssturtu, heitan pott, hvíldarherbergi og ýmislegt fleira. Eftir þessa frábæru afslöppunarferð var farið heim og slappað enn meira af... síðar um kvöldið var svo ferðinni heitið í Keiluhöllina í Öskjuhlíð þar sem komu saman bróðir minn Finnur, vinir mínir Bergvin, Raphaël og Sturla og svo kærastan, Svetlana til að spila afmæliskeilu. Ég bætti persónulegt met mitt í fyrsta leik, skoraði heil 115 stig (er betri í körfubolta...) og lenti í 2 sæti, á eftir keilufríkinu Sturlu. Í öðrum leik lenti ég í 3ja sæti og í þriðja og síðasta leiknum rétt tapaði ég 3ja sætinu fyrir Finni sem var að sjálfsögðu með eitt stig meira en ég. Ég hef sem sagt sjaldan verið svona góður í keilu þó ég hefði ekki unnið giktveikt Nepalskt barn með þessari frammistöðu.

 

Við Svetlana kláruðum svo daginn með því að horfa á Cliffhanger sem ég hafði aldrei séð þrátt fyrir sterkan vilja, fínasta afþreying.

 

Dagurinn fékk 4 1/2 af 5 (ef ég hefði unnið 1 leik í keilu þá hefði hann fengið 5!)

Takk kærlega fyrir mig Wizard


Dómurinn sannaði mál þess ákærða!

Hann kallar forseta landins einræðisherra og hvað gerir forsetinn? Fangelsar manninn og staðfestir þar með yfirlýsingu bloggarans. Gaman að þessu.
mbl.is Egypskur bloggari dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna móðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðlaus!

Guð minn almáttugur!

 Er þetta það sem koma skal? Bara vel valdir hópar fá að koma inn í paradísina Íslands þar sem enginn stundar kynlíf utan hjónabands, enginn horfir á erótískar myndir eða klám og enginn blótar?!?!

Við skulum bjóða morðingjum frá Kína í heimsókn en ekki vefsíðuhönnuði og fleirum tengdum löglegri starfsemi sem fer fyrir brjóstið á siðapostulum á Íslandi.

 Ekki skrítið að Styrmir bróðir búi í öðru landi.


mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjaher er enginn englaher!

Ég veit ekki betur en að Bandaríkjamenn noti sinnepsbombur (gereyðingarvopn) og klasasprengjur og guð veit hvað fleira í þessari frelsisherferð sinni í Írak!

 


mbl.is Bandaríkjaher segir líkur á fleiri klórgasárásum í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband