Music and lyrics

Ég átti alltaf eftir að blogga um mynd sem við Svetlana sáum í bíó um daginn. Myndin heitir Music and lyrics og skartar leikurunum Hugh Grant og Drew Barrymore og er um rómantíska gamanmynd að ræða.

 Í stuttu máli fjallar myndin um útbrunna ´80 stjörnu sem fær tækifæri til þess að koma með comeback þegar fræg pottdrusla á borð við Christinu Aquilera biður hann um að semja fyrir sig lag. Hann fær hjálp úr óvæntri átt en stelpan sem vökvar blómin hans hjálpar honum við textann...

Myndin er bara helvíti fín! Langt síðan ég sá svona góða "feel good" mynd en ég held að það sé aðallega að þakka leikurunum, þau smellpassa saman að mínu mati.

Svetlana benti mér á skemmtilegan hlut varðandi karakterinn sem Drew lék... hún var mjög lík mér! hehe... hún er klaufsk og á erfitt með að einbeita sér, talar mikið og spyr enn meira og svo er hún að skrifa... er samt ekki að segja að ég sé álíka hæfileikaríkur og persónan í myndinni en fannst þetta fyndinn punktur hjá Svetu minni :)

 

4 stjörnur af 5! Mæli eindregið með henni fyrir rómantískar sálir. InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héraðströllið

Gott að geta stólað á þig þegar kemur að velja myndir, vona að þú haldir áfram þinni kvikmyndagagngrýni elsku kúturinn minn

Héraðströllið, 10.3.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ætli maður skelli sér bara ekki á bíó

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 12:35

3 identicon

Þú ert rómó!

Raphaël

Raphaël (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband