Undirbúningur Íransstríðs?
12.2.2007 | 20:09
Getur verið að bandaríkjamenn og bretar séu nú byrjaðir á því að undirbúa stríð gegn Íran? Man einhver eftir aðdraganda Írakstríðsins þar sem bandaríkjamenn og bretar héldu því fram "vegna ónákvæmra upplýsinga frá CIA" að Saddam ætti gereyðingarvopn? Nú segja þeir að Íranir séu að framleiða kjarnorkuvopn og nú það nýjasta, sjá uppreisnarmönnum í Írak fyrir vopnum og segjast vera með sannanir... þið verðið að fyrirgefa en ég treysti á engan hátt "sönnunum" frá þessum stríðsglæpamönnum.
Tony Blair tekur undir ásakanir um vopnasmygl Írana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri óskandi að þeir jöfnuðu um HELVÍTIS múslimina í Íran.
Grímnir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 23:14
Skv. nýlegum fréttum er reyndar bandaríski herinn langt kominn með undirbúning fyrir árás á Íran. Áætlanir fyrir það hafa sennilega verið í smíðum lengi, en nýlega var sendur liðsauki til Íraks og nú er miklum flota bandamanna stefnt að svæðinu til að vera í viðbragðsstöðu. Í stíl við allar þær sviðsetningar sem á undan eru gengnar virðist nú eiga að endurflytja Kúbudeiluna á Persaflóanum, nema í enn viðkvæmara umhverfi með hina skotglöðu Ísraelsmenn sitjandi á hliðarlínunni á kjarnavopnabúri sínu.
P.S. Leiðinlegt að sjá athugasemdir eins og frá óskráðum Grímni, vonandi er þetta bara óvitaskapur þó svo hverjum sé frjálst að hafa sína skoðun og allt það.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2007 kl. 02:47
Sæll Guðmundur, að sjálfsögðu er þessi Grímnir bara óviti, ætti heima best í Ameríku (þeim helmingi sem heimskur er). Já veistu, það að ráðast á Íran er gamalt plan hjá þeim, það er hægt að finna það á netinu... Project for the new American Century http://www.newamericancentury.org getur fundið ýmislegt óhugnalegt þarna ef þú hefur ekki séð þetta áður...
sjáumst í "stríðinu"
Björgvin Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 04:11
Þeir eru ekkert að fara ráðast á Íran nema auðvitað að Íranir styðji ekki frelsi.
Það þarf að koma á frelsi í heiminum og ég treysti Bandaríkjamönnum best til að koma því á.
djók....
Kem um helgina pabbi það er spurning um að hafa pabbahelgi eða kikja bara í bjór eða eitthvað?
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 13.2.2007 kl. 15:58
Já endilega sonur sæll, vertu bara í bandi :)
Björgvin Gunnarsson, 13.2.2007 kl. 16:55
Þetta verður skemmtilegt blogg. Bloggaðu bara oftar.
Þú ert alltaf velkominn í heimsókn ef þið vantar aðstoð við að bæta við dóti í hliðarrammana og þess háttar.
Finnur Torfi Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.