Færsluflokkur: Bloggar

Smá mótmæladæmisaga

Þegar Davíð og Dóri voru nýbúnir að setja Ísland á lista hinna staðföstu og viljugu var ég að klára menntaskólann á Egilsstöðum. Ég var og er enn mikill andstæðingur Íraksstríðsins og utanríkisstefnu Bandaríkjanna almennt og þegar ég frétti að Davíð Oddsson væri væntanlegur þann daginn í heimsókn í Menntaskóla Egilsstaða til að sannfæra menntskælingana um að Sjálfstæðisflokkurinn væri málið en þetta var rétt fyrir kosningar, sá ég rautt. Ég rauk heim, fann viðbjóðslegustu myndirnar sem ég gat fundið frá Íraksstríðinu, feður haldandi á dauðum börnum sínum, sundurliðuð barnalík og fleira ógeðslegt. Ég skrifaði nokkrar setningar á hverja mynd, eins og t.d. Taktu dollaramerkin úr augunum Davíð" og Allt í nafni lýðveldis og fl.  Með tárin í augunum hljóp ég í menntaskólann því það var stuttur tími til stefnu, Davíð var á leiðinni. Ég hengdi upp myndirnar sem voru um 20, út um allt í skólanum, aðallega þó við innganginn og svo við salinn þar sem Davíð ætlaði að bulla í fólkinu. Ég setti verstu myndirnar á salarhurðina og beið eftir að Davíð hafði komið sér fyrir við ræðupúltið og þegar hann hafði talað í nokkrar mínútur opnaði ég hurðina og skellti henni aftur með miklum krafti í von um að Davíð myndi líta á myndirnar. Sjálfur gat ég ekki verið þarna lengur, ég fór heim því ég vissi að ef ég væri þarna lengur myndi ég ekki geta ráðið við mig, svo reiður var ég, er samt ekki að tala um að ég hefði ráðist á fíflið en ég hefði örugglega öskrað eitthvað og þannig eyðilagt mótmælin.

Af Davíð var það að segja að hann stóð sig merkilega illa á þessum kosningafundi því menntskælingarnir spurðu hann í kaf en hann gat ekki einu sinni svarað spurningunni "Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera fyrir landsbyggðina". Kallinn minntist á Kárahnjúkavirkjun en þá benti einhver honum á að það væri verk Framsóknarmanna og þá gat hann lítið sagt og svo spurðu hann margir út í Íraksstríðið enda var mikil andstaða gegn því í Menntaskólanum á Egilsst. þá. Þegar um hálftími var eftir af þessum fundi stoppaði aðstoðarkona Davíðs spurningaflóðið og sagði að þetta væri búið og við það æddi Davíð út. Ég verð að segja það að ég bjóst við miklu meira frá þessum manni sem hefur verið sagður mjög góður í andsvörum...

 

Varðandi fréttina sem ég er að blogga við þá bara gúddera ég öll mótmæli varðandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna og vona að við Íslendingar höldum áfram að minna á andstöðu okkar og sýnum það helst með því að kjósa ríkisstjórnina frá völdum!


mbl.is Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekkert öfundsjúkur!

Hvað hef ég hvort sem er að gera við 31 milljón? Maður myndi bara eyða því í einhverja bölvaða vitleysu... Crying
mbl.is Er 31 milljón ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndnasti maður Íslands

Ég, Björgvin Gunnarsson, auglýsi hér með eftir kröftugum karlakór sem væri til í að koma og hvetja mig í keppninni Fyndnasti maður Íslands þann 22. mars. Dómari keppninnar er nefnilega hávaðamælir.  

Ps. Ef ég vinn keppnina þá gæti ég deilt ljósakortamiðanum og kortinu  í ræktina (vinningar í keppninni) með karlakórnum... 


Helgi bróðir!

Alltaf ertu með einhverja stæla við lögguna! Nú segi ég stopp! Police Tounge
mbl.is Veittu bifreið eftirför í tvær klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Eþíópíubúana??

Hvernig tókst þeim að bjarga bara Vesturlandabúunum úr gíslíngu en ekki restinni? Er málið það að það séu bara ómerkilegir afríkubúar sem mega deyja fyrir þeim?

Veit ekki með ykkur en mér finnst þetta furðulegt.


mbl.is Flogið verður til Bretlands með gísla sem komið var til bjargar í Eþíópíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar tillögur

Hér eru nokkar tillögur um nafn á þessu "stríði": 

1. Tilefnislaus árás Ísraelsmanna á Líbanska borgara.

2. Klasasprengjufjörið mikla.

3. Operation Babybombing. 

4. Sprengjutest 2006.

5. Drullað yfir alþjóðalög 2006. 

6. Hörkufjör á heimavist.

 


mbl.is Og hvað á stríðið að heita? Ísraelar leita að nafni á stríðið í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Music and lyrics

Ég átti alltaf eftir að blogga um mynd sem við Svetlana sáum í bíó um daginn. Myndin heitir Music and lyrics og skartar leikurunum Hugh Grant og Drew Barrymore og er um rómantíska gamanmynd að ræða.

 Í stuttu máli fjallar myndin um útbrunna ´80 stjörnu sem fær tækifæri til þess að koma með comeback þegar fræg pottdrusla á borð við Christinu Aquilera biður hann um að semja fyrir sig lag. Hann fær hjálp úr óvæntri átt en stelpan sem vökvar blómin hans hjálpar honum við textann...

Myndin er bara helvíti fín! Langt síðan ég sá svona góða "feel good" mynd en ég held að það sé aðallega að þakka leikurunum, þau smellpassa saman að mínu mati.

Svetlana benti mér á skemmtilegan hlut varðandi karakterinn sem Drew lék... hún var mjög lík mér! hehe... hún er klaufsk og á erfitt með að einbeita sér, talar mikið og spyr enn meira og svo er hún að skrifa... er samt ekki að segja að ég sé álíka hæfileikaríkur og persónan í myndinni en fannst þetta fyndinn punktur hjá Svetu minni :)

 

4 stjörnur af 5! Mæli eindregið með henni fyrir rómantískar sálir. InLove


Einmitt já! Rétt andlit Ísraelsríkis!

Kemur mér og sjálfsagt flestum vinstrisinnuðum ekkert á óvart! Þessi ógeðslega árás Ísraela á Líbanon í sumar var löngu planað og kom ráninu á hermönnunum ekkert við! Hvað á alþjóðasamfélagið eftir að segja við þessum fréttum? Kannski skamm skamm en sennilega ekki rassgat, það var farið svo illa með gyðinga í seinni heimstyrjöldinni að það má ekkert út á þá setja í dag.


mbl.is Líbanon-stríðið ákveðið með fyrirvara en herinn ekki undirbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleikaþáttur?

Hvernig væri að blóðmjólka Britney Spears algjörlega með því að vera með myndavélar á henni allan tíman sem hún er í meðferð, svona "raunveruleikaþáttur" í anda big brother. Gæti heitið "Celebrity Rehab: Britney Spears". Menn gætu grætt helvíti vel á því. Verst að búið er að jarða Önnu N. Smith, það hefði verið snjallt að vera með raunveruleikaþátt um brasið í kringum andlát Önnu, gæti þá heitið "Jarðarfararþátturinn Nei" eða "Celebrity graveyard: digging Anna"... bara hugmynd.
mbl.is Britney sýnir mótþróa í meðferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt!

Mikið vona ég að Ísrael fái ekki að taka þátt í Júróvisjón! Ekki bara vegna lagsins sem er ekkert nema ögrun og dónaskapur heldur vegna atburðanna síðasta sumar þegar Ísraelar (sem halda að þeir megi allt því þeir hafa átt svo bágt í gegnum söguna) sprengdu Líbanon í tætlur og dreifðu svo mörg hundruð þúsund klasasprengjum víð og dreif í þéttbýlum eftir að þeir vissu að vopnahlé myndi byrja nokkrum dögum seinna... viðbjóðir á ferð. 


mbl.is Framlagi Ísraela hugsanlega vísað úr Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband