Færsluflokkur: Bloggar
Er þetta djók?
15.12.2007 | 15:14
Reykjavíkurbiskup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvaða, hvaða?
5.11.2007 | 18:30
Veit þetta fólk ekki að það er verið að frelsa það?
Á þriðju milljón Íraka hafa flúið heimili sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég þori.
24.10.2007 | 23:16
Mér finnst myndin Veðramót léleg. Ég þori að segja það ólíkt mörgum en þegar myndir fjalla um slíkan harmleik sem barnamisnotkun óumdeilanlega er, þá virðist fólk ekki þora annað en segja að myndin sé frábær og að hún hafi skilið mjög mikið eftir sig, haft djúpstæð áhrif á það. Ef fólk (sérstaklega "fræga" fólkið) segist hinsvegar ekki fíla þessa mynd þá á það á hættu að vera kallað tilfinningalaust og ósmekklegt. Auðvitað er svo til fólk sem hreinlega finnst myndin góð (fólk hefur jú misgóðan smekk:))
Það sem mér finnst að myndinni er margt. Helst ber að nefna tilgerðarlegan leik og í raun tilgerðarlega nálgun á þessu viðkvæma efni. Handritið er ekki gott, þá sérstaklega persónusköpunin en flestar persónurnar í myndinni eru flatari en Danmörk og Holland til samans. Mér var í raun nokk sama um persónurnar því persónusköpunin var svo grunn að maður kynntist persónunum ekki neitt og var því sama hvað kom fyrir þær. Leikurinn er ekki aðeins tilgerðarlegur heldur líka leikhúslegur eins og í flestum íslenskum myndum eins og sést mjög vel þegar aðalpersónan rífst við pabba sinn: Pabbinn: "Þú talar ekki svona við föður þinn!" og þetta segir hann auðvitað mjög skýrt og hátt svo áhorfandinn heyri örugglega og svo kljást þau á stofugólfinu á mjög svo vandræðalegan hátt. Í raun roðnaði ég reglulega er ég sá myndina því samtölin voru svo skelfilega óeðlileg og gervileg og sum atriðin bara kjánaleg eins og "slagsmálin" á einhverjum kvöldfundinum. Eini ljósi punkturinn við myndina finnst mér vera náttúran sem þar er, mjög falleg en það er allt.
Mig grunar að þessi kvikmynd hafi fengið svona margar tilnefningar af 2 ástæðum. Sú fyrri er sú að það þykir fínt að verðlauna myndir sem fjalla um svona viðkvæmt málefni því annars er hægt að saka "akademíuna" um að loka augunum gagnvart þessu málefni. Seinni ástæðan gæti verið sú sama og þegar Sofia Coppola fékk óskarinn fyrir lost in translation (kvikmynd um ekki neitt), eftirnafnið.
Veðramót fékk 11 tilefningar til Edduverðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig hegðar bar sér?
10.10.2007 | 14:35
Mér finnst bara fínt að MJ sé ekkert að flækjast fyrir fóstrunni þar sem hann hegðar sér bara eins og bar í kringum hana... betra að leyfa henni að jafna sig í friði...
Jackson yfirgefur veika barnfóstru sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bíddu nú við...
7.7.2007 | 17:22
Longoria hunsaði aðdáendur sína á brúðkaupsdaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hahahahaha... hvað er ekki hryðjuverk í dag??
3.7.2007 | 00:16
Sendiráðsstarfsmaður fannst látinn á Kýpur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar er vísan núna Már??
18.6.2007 | 15:29
Andlát: Ómar Ö. Kjartansson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjar vinnur
13.6.2007 | 17:30
Nýlega tók ég við ritstjórastarfi á fréttavefnum www.austurlandid.is af Einari Þorsteinssyni og ætla að gera mitt besta í að flytja fréttir frá austurlandinu... fyrir 3 dögum byrjaði ég svo að planta trjám í landi Stóra Sandfells í Skriðdal og byrjaði líka svona ljómandi vel, er með 2 stigs brunasár á andlitinu eftir helvítis sólina!
Lýst annars ágætlega á þetta en það vantar nú samt hana Svetlönu mína svo maður geti byrjað að njóta sumarsins, það kemur vonandi allt saman í ljós á næstu dögum hvenær Sveta kemur. Ef það á ekki að gerast fyrr en í lok sumars þá mun ég safna saman sterkum mönnum til að... ræða við útlendingaeftirlitið... það eða sjá hvort Jónína Ben hafi ennþá einhver völd...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
21.5.2007 | 16:23
Já, alveg er ég sammála Megasi í þessu fallega ljóði... finnst tíminn vera á fleygiferð og sumarið verður sjálfsagt búið áður en maður veit... við Svetlana erum í ströggli með að koma henni til Íslands í sumar... flókið mál, hún er búin að læra íslensku í 2 ár í HÍ og er fyrirmyndarmanneskja... en allt skal vera rétt hjá útlendingaeftirlitinu... en já í stuttu máli þá er þetta búið að vera ansi hreint flókið ferli en það er eins og að útlendingaeftirlitið sé að reyna að gera þetta eins flókið og hægt er svo að hún á endanum sætti sig bara við að fá dvalarleyfi í haust þegar skólinn byrjar aftur en þó er ennþá von, kemur í ljós á næstu dögum...
En já, ég er orðinn ritstjóri fréttavefsins www.austurlandid.is og lýst frábærlega á það... loksins smá brake hjá mér... er líka á heimaslóðum þannig að það eina sem vantar svo að sumarið heppnist sem best er að Sveta mín komist til landsins í tæka tíð.
Fór í bíó með Helga bróður í gær á Reyðarfirði á myndina Shooter. Hún er amerísk en ef maður lætur það ekki fara í taugarnar á sér þá er hún alveg ágæt hehe, fær 2 af 5 hjá mér.
Ætla annars að koma hér með auglýsingagagnrýni á næstu dögum þar sem ég bý til lista yfir lélegustu auglýsingarnar sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi, gæti verið gaman :)
Jæja... er hættur að blaðra, farinn í sund eða eitthvað álíka róandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Farvel Falwell!
16.5.2007 | 00:04
Jerry Falwell látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)