Ég þori.
24.10.2007 | 23:16
Mér finnst myndin Veðramót léleg. Ég þori að segja það ólíkt mörgum en þegar myndir fjalla um slíkan harmleik sem barnamisnotkun óumdeilanlega er, þá virðist fólk ekki þora annað en segja að myndin sé frábær og að hún hafi skilið mjög mikið eftir sig, haft djúpstæð áhrif á það. Ef fólk (sérstaklega "fræga" fólkið) segist hinsvegar ekki fíla þessa mynd þá á það á hættu að vera kallað tilfinningalaust og ósmekklegt. Auðvitað er svo til fólk sem hreinlega finnst myndin góð (fólk hefur jú misgóðan smekk:))
Það sem mér finnst að myndinni er margt. Helst ber að nefna tilgerðarlegan leik og í raun tilgerðarlega nálgun á þessu viðkvæma efni. Handritið er ekki gott, þá sérstaklega persónusköpunin en flestar persónurnar í myndinni eru flatari en Danmörk og Holland til samans. Mér var í raun nokk sama um persónurnar því persónusköpunin var svo grunn að maður kynntist persónunum ekki neitt og var því sama hvað kom fyrir þær. Leikurinn er ekki aðeins tilgerðarlegur heldur líka leikhúslegur eins og í flestum íslenskum myndum eins og sést mjög vel þegar aðalpersónan rífst við pabba sinn: Pabbinn: "Þú talar ekki svona við föður þinn!" og þetta segir hann auðvitað mjög skýrt og hátt svo áhorfandinn heyri örugglega og svo kljást þau á stofugólfinu á mjög svo vandræðalegan hátt. Í raun roðnaði ég reglulega er ég sá myndina því samtölin voru svo skelfilega óeðlileg og gervileg og sum atriðin bara kjánaleg eins og "slagsmálin" á einhverjum kvöldfundinum. Eini ljósi punkturinn við myndina finnst mér vera náttúran sem þar er, mjög falleg en það er allt.
Mig grunar að þessi kvikmynd hafi fengið svona margar tilnefningar af 2 ástæðum. Sú fyrri er sú að það þykir fínt að verðlauna myndir sem fjalla um svona viðkvæmt málefni því annars er hægt að saka "akademíuna" um að loka augunum gagnvart þessu málefni. Seinni ástæðan gæti verið sú sama og þegar Sofia Coppola fékk óskarinn fyrir lost in translation (kvikmynd um ekki neitt), eftirnafnið.
Veðramót fékk 11 tilefningar til Edduverðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef ekki séð þessa mynd og langar það ekkert sérstaklega....en ætli maður verði ekki að gera það fyrst hún er svona léleg. ;) Við biðjum að heilsa Svetlönu. ;)
Kolla (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.