Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
21.5.2007 | 16:23
Já, alveg er ég sammála Megasi í þessu fallega ljóði... finnst tíminn vera á fleygiferð og sumarið verður sjálfsagt búið áður en maður veit... við Svetlana erum í ströggli með að koma henni til Íslands í sumar... flókið mál, hún er búin að læra íslensku í 2 ár í HÍ og er fyrirmyndarmanneskja... en allt skal vera rétt hjá útlendingaeftirlitinu... en já í stuttu máli þá er þetta búið að vera ansi hreint flókið ferli en það er eins og að útlendingaeftirlitið sé að reyna að gera þetta eins flókið og hægt er svo að hún á endanum sætti sig bara við að fá dvalarleyfi í haust þegar skólinn byrjar aftur en þó er ennþá von, kemur í ljós á næstu dögum...
En já, ég er orðinn ritstjóri fréttavefsins www.austurlandid.is og lýst frábærlega á það... loksins smá brake hjá mér... er líka á heimaslóðum þannig að það eina sem vantar svo að sumarið heppnist sem best er að Sveta mín komist til landsins í tæka tíð.
Fór í bíó með Helga bróður í gær á Reyðarfirði á myndina Shooter. Hún er amerísk en ef maður lætur það ekki fara í taugarnar á sér þá er hún alveg ágæt hehe, fær 2 af 5 hjá mér.
Ætla annars að koma hér með auglýsingagagnrýni á næstu dögum þar sem ég bý til lista yfir lélegustu auglýsingarnar sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi, gæti verið gaman :)
Jæja... er hættur að blaðra, farinn í sund eða eitthvað álíka róandi.
Athugasemdir
Sæll hlunkur, til lukku með ritstjórajobbið, vona að þú hafir þá link á síðuna mína þarna inni hehe. Svo vona ég að Svetlana komi fljótlega og við verðum í bandi þegar ég kem austur í sumar
Héraðströllið, 25.5.2007 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.