Gott svar Þórhallur!

Er kominn með upp í kok af hroka framsóknarmanna á borð við Jónínu og Jón Sigurðsson sem finnst það fáránlegt ef þau fá erfiðar spurningar, fjölmiðlafólk má víst ekki dirfast að spyrja spurninga sem erfitt er að svara.  Ef að Steingrímur J. eða Össur eða einhver af stjórnarandstöðuþingmönnunum hefði átt tengdadóttur eða son í þessu máli þá er ég alveg 100% viss um að eitthvað heyrðist í Jónínu Bjartmars og Co.! Málið er einfalt, Kastljósið spyr spurninga og það er Jónínu og co að svara, svo einfalt er það.
mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Bíðum við, hver hefur sagt að þetta séu erfiðar spurningar? Það er búið að margreka þetta ofan í Kastljós.  Það stendur ekkert eftir hjá þeim en samt sem áður er haldið áfram.

Nú spyr Jónína Kastljósið spurninga og þá er það allt í einu bannað.  Gildir þetta ekki í báðar áttir, má ekki spyrja Helga og co? Hver er nú með hroka?

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 3.5.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Sæll Snæþór.  Til að byrja með þá bannar enginn Jónínu að spyrja spurninga en Þórhallur svaraði þeim öllum.

Þessi stúlka sem fékk ríkisborgararétt þurfti aðeins að bíða í 10 daga eftir svari á meðan aðrir þurfa að láta sér nægja 5 til 12 mánuði, er það ekkert skrítið? Að minnsta kosti kallar þetta á spurningar er það ekki?  Hér er brot úr bréfi Þórhalls:

"Jónína hefur ekki útskýrt hvers vegna hún veifaði gögnum um mannréttindabrot í Gvatemala í viðtali í Kastljósi þegar ljóst er samkvæmt umsókninni að stúlkan þurfti ekki að þola mannréttindabrot í sínu heimalandi."

 Það er einhver pottur brotinn í þessu máli, það er ekki hægt að neita því.

Björgvin Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 18:31

3 Smámynd: SM

best að setja bara ríkisborgararéttinn í Cheeriospakkana, það er næsta lógíska skref

SM, 6.5.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband