Here we go again...
24.4.2007 | 03:36
Jæja... þá heldur áróðurinn áfram, nákvæmlega það sama og gert var fyrir Íraksstríðið, alls konar fréttir um meint gereyðingarvopnaeign Saddams, tengsl hans við Al Kaída og ég veit ekki hvað og hvað... nú er þetta byrjað gegn Írönum, þeir smygla vopnum til Íraks, hjálpa Al Kaída liðum, tengjast vondu köllunum í Síberíu, vilja búa til kjarnorkuvopn og nú þetta. Fæ í magan af svona...
Al-Qaeda í Írak sagt vera að undirbúa umfangsmiklar árásir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér verður illt líka Ég sá svo dásamlega mynd í fyrra á Discovery að mig minnir. Heimildamynd um breskan mann sem ferðaðist til Íran og virkilega lagði á sig að kynnast fólkinu þar vítt og breytt. Það ætti að sýna þessa mynd í USA og vera skylduáhorf á hana. Þetta er meiriháttar þjóð og mjög andlega sinnuð. Ef ég get grafið eitthvað upp um þessa mynd skal ég láta þig vita. Kveðjur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.4.2007 kl. 00:51
Takk fyrir það Margrét, það væri vel þegið :)
p.s. gleðilegt sumar, gleymdi að svara um daginn.
Björgvin Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.