Nýja listaverk keisarans

Ég ætla að fara í hlutverk saklausa barnsins og benda á þetta "listaverk" og segja: Hey, þetta er engin list!"

"Tilvist mannsins og þeir kraftar sem knúa hann áfram"... úff... alltaf gaman að því þegar einhver listamaður, oft undir áhrifum jurtarettna gerir eitthvað fáránlegt og enginn þorir að segja að þetta sé fáránlegt... því þá lítur út eins og maðurinn sé bara heimskur eða hafi bara ekkert vit á list... blikkandi ljós og kona að drippla bolta kemur tilvist mannsins ekkert við... nema þá kannski tilvist körfuboltamannsins...


mbl.is Körfubolti og skerandi ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergsveinn Þórsson

Ég held þvert á móti að það sé mun algengara að fólk segi að listaverk eins og þetta sé ekki list. Ég held að fólk þori almennt að segja það sem því finnst, hvort sem um er að ræða listaverk eða eitthvað annað. Má þá ekki bara alveg eins segja að listamaðurinn hafi þorið, að kalla þetta listaverk sem mörgum finnst það ekki vera. Ég er viss um að þessi hugmynd um hið nýja listaverk keisarans sé miklu algengari en þú heldur.

Þetta snýst bara um það hvað fólk vill kalla list, og það sem þú vilt ekki kalla list finnst öðrum kannski vera flottasta listaverk allra tíma. Ég hefði viljað sjá þig rökstyðja það betur af hverju þetta er ekki list. Það er líka ágætt að hafa það í huga að öll listaverk þurfa ekki að vera frábærlega æðisleg og einhver meistaraverk. Þetta er ekkert frábrugðið tónlist, mundir þú segja að eitthvað væri ekki tónlist hreinlega vegna þess að þú fílar það ekki?

Ég er alls ekki að segja að það sé rangt að halda því fram sem þú segir hér. Vildi bara benda þér á að þetta er mun dæmigerðara svar við listaverki sem þessu, en þú heldur. 

Bergsveinn Þórsson, 23.3.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Sæll Bergsveinn og takk fyrir kommentið... ég verð nú bara að viðurkenna að ég var í vondu skapi þegar ég skrifaði þetta en jújú, auðvitað er það smekksatriði hvað er list... en mér finnst bara svo fáránlegt þegar listamennirnir eða listrýnarnir finna út einhver fáránleg skilaboð í svona verkum... en það er sjálfsagt líka smekksatriði hehe

Björgvin Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 21:36

3 Smámynd: Bergsveinn Þórsson

Það getur vel verið að skilaboðin séu langsótt, ég hef ekki séð þetta verk. En ég verð að segja að fjölmiðlaumfjöllun er oft á tíðum mjög tilgerðarleg þegar kemur að  því að fjalla um myndlist, það er eins og einhverja óttablandna virðingu sé um að ræða. Sem birtist síðan í formi einhvers konar fyrirsagnarflóðs fullt af þreyttum slögurum.

Þessi staðhæfing "þetta er ekki list" er vissulega gjaldgeng. Ég held að það sé gott að ræða hana í alvöru, en ekki endilega með þeim hætti sem er algengur, þegar gefið er í skyn að listamenn og aðstandendur þeirra séu bara einhverjir svikarar, sem eru bara að reyna að græða pening. Þetta er fólk sem tekst oftast á við starf sitt að fullri alvöru. Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig það gangi upp að fólk fáist við myndlist til að græða pening... Því fyrir laaangflesta er ekki mikill peningur í þeim geira.

Eitt í viðbót, það er kannski óttaleg einföldun að segja að þetta sé allt bara smekksatriði. Því það eru margir þættir sem spila inn í sem geta ákvarðað hvort að verkið sé vel heppnað eða ekki, sögulegir, félagslegir o.s.frv. En auðvitað getum við alltaf sagt þetta bara spurningu um smekk, en þá erum við ef til vill að sneiða fram hjá ýmsum atriðum sem geta haft áhrif. Þannig verðuru kannski að viðurkenna að eitthvað listaverk sé vel heppnað jafnvel þótt þú fílir það ekki

Þess vegna er kannski betra að tala um vel heppnað verk heldur en gott verk. En það er efni í aðra umræðu!

Bestu kveðjur

Bergsveinn Þórsson, 24.3.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband