Smá mótmæladæmisaga
18.3.2007 | 13:57
Þegar Davíð og Dóri voru nýbúnir að setja Ísland á lista hinna staðföstu og viljugu var ég að klára menntaskólann á Egilsstöðum. Ég var og er enn mikill andstæðingur Íraksstríðsins og utanríkisstefnu Bandaríkjanna almennt og þegar ég frétti að Davíð Oddsson væri væntanlegur þann daginn í heimsókn í Menntaskóla Egilsstaða til að sannfæra menntskælingana um að Sjálfstæðisflokkurinn væri málið en þetta var rétt fyrir kosningar, sá ég rautt. Ég rauk heim, fann viðbjóðslegustu myndirnar sem ég gat fundið frá Íraksstríðinu, feður haldandi á dauðum börnum sínum, sundurliðuð barnalík og fleira ógeðslegt. Ég skrifaði nokkrar setningar á hverja mynd, eins og t.d. Taktu dollaramerkin úr augunum Davíð" og Allt í nafni lýðveldis og fl. Með tárin í augunum hljóp ég í menntaskólann því það var stuttur tími til stefnu, Davíð var á leiðinni. Ég hengdi upp myndirnar sem voru um 20, út um allt í skólanum, aðallega þó við innganginn og svo við salinn þar sem Davíð ætlaði að bulla í fólkinu. Ég setti verstu myndirnar á salarhurðina og beið eftir að Davíð hafði komið sér fyrir við ræðupúltið og þegar hann hafði talað í nokkrar mínútur opnaði ég hurðina og skellti henni aftur með miklum krafti í von um að Davíð myndi líta á myndirnar. Sjálfur gat ég ekki verið þarna lengur, ég fór heim því ég vissi að ef ég væri þarna lengur myndi ég ekki geta ráðið við mig, svo reiður var ég, er samt ekki að tala um að ég hefði ráðist á fíflið en ég hefði örugglega öskrað eitthvað og þannig eyðilagt mótmælin.
Af Davíð var það að segja að hann stóð sig merkilega illa á þessum kosningafundi því menntskælingarnir spurðu hann í kaf en hann gat ekki einu sinni svarað spurningunni "Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera fyrir landsbyggðina". Kallinn minntist á Kárahnjúkavirkjun en þá benti einhver honum á að það væri verk Framsóknarmanna og þá gat hann lítið sagt og svo spurðu hann margir út í Íraksstríðið enda var mikil andstaða gegn því í Menntaskólanum á Egilsst. þá. Þegar um hálftími var eftir af þessum fundi stoppaði aðstoðarkona Davíðs spurningaflóðið og sagði að þetta væri búið og við það æddi Davíð út. Ég verð að segja það að ég bjóst við miklu meira frá þessum manni sem hefur verið sagður mjög góður í andsvörum...
Varðandi fréttina sem ég er að blogga við þá bara gúddera ég öll mótmæli varðandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna og vona að við Íslendingar höldum áfram að minna á andstöðu okkar og sýnum það helst með því að kjósa ríkisstjórnina frá völdum!
Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://fridur.is/safn/618
Þetta ætti þá eð vera e-ð fyrir þig
Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 14:13
Amen! Ég vona að fólk muni eftir því að þessir menn settu nafn okkar við stríðsrekstur bandaríkjanna þegar gengið verður til kosninga. Það eitt ætti að vera nóg til að kjósa hvorki Sjálfstæði- né Framsóknarflokkinn!
Heiða B. Heiðars, 19.3.2007 kl. 19:36
Þetta er mögnuð saga. Ég man eftir þessu einmitt, skemmti mér kóngunglega yfir frásögninni af þessu. Mjög viðeigandi og góð aðgerð hjá þér.
Finnur Torfi Gunnarsson, 19.3.2007 kl. 23:24
æi er eitthvað svo ekki alvarleg í huxun líka, langar bara að bull kommenta eitthvað ... veit bara ekki hvort þú hafir húmor fyrir því ...
en jú, þetta er samt alveg satt og rétt. það er ógeðsleg staðreynd að íslendingar séu á stuðningsyfirlýsingarlista um jafn hrikaleg mistök og íraksstríðið. og ég veit bara eitt um þessar kosningar framundan og það er að núverandi ríkisstjórn fær ekki mitt atkvæði....
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.