Glæsilegt!
2.3.2007 | 13:00
Mikið vona ég að Ísrael fái ekki að taka þátt í Júróvisjón! Ekki bara vegna lagsins sem er ekkert nema ögrun og dónaskapur heldur vegna atburðanna síðasta sumar þegar Ísraelar (sem halda að þeir megi allt því þeir hafa átt svo bágt í gegnum söguna) sprengdu Líbanon í tætlur og dreifðu svo mörg hundruð þúsund klasasprengjum víð og dreif í þéttbýlum eftir að þeir vissu að vopnahlé myndi byrja nokkrum dögum seinna... viðbjóðir á ferð.
Framlagi Ísraela hugsanlega vísað úr Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski voru þeir að grínast Björgvin. Ég held að Líbanir séu bara húmorslausir.
Finnur Torfi Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 15:53
Hef aldrey skilið hvað Ísraelar eru að gera í Eurovision þar sem landið er ekki einusinni í Evrópu....
Miðað við það hvernig þeir hafa hegðað sér í gegnum tíðina þá er ég fyllilega sáttur við það ef þeim verður vísað úr kepninni
kveðja Kaldi.... http://www.kaldi.is
Kaldi Stormsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 17:23
Mikið vona ég að Júróvision verði lagt niður og að við fengjum júródvergakast eða júróhúlakeppnir í staðinn.... allavega eitthvað annað en þennan tónlistarlega bömmer, ár eftir ár...
M. Best, 3.3.2007 kl. 01:56
Ísraelar eru húmorslausasta þjóð í heimi er kemur að því að gera grín að þeim sjálfum, svo mikið er víst. Líbanir hafa hins vegar efni á að vera kresnir á húmor. Hef aldrei skilið veru Ísraels í keppninni og tel fagnaðarefni ef þeim verður meinaður aðgangur. Finnst reyndar Júróvísjón alger hörmung, sama hvernig á það er litið, en það er annað mál. Væri ekki nær að hafa Worldvísjón sem ætlað væri að sameina mannskapinn í músik og myndum?
Halldór Egill Guðnason, 4.3.2007 kl. 18:06
Það eina sem mér finnst sorglegt er ef útskúfun úr Eurovision er eina refsingin sem alþjóðasamfélagið getur lagt á þetta trúarofstækisríki.
Ragnar Sigurmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 14:26
Já, af hverju er Ísrael ekki í Asíóvisjon?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.