Afmælisdagur ársins!
23.2.2007 | 00:58
Ég átti afmæli þann 20.febrúar, rétt eins og Kurt Cobain, Cindy Crawford og fleira fallegt fólk. Það væri þó ekki í framsögu færandi ef ekki hefði verið fyrir daginn eftir... en þá upplifði ég besta dag síðari ára í mínu lífi en þá var annar í afmælisdegi og kærastan kom mér snilldarlega á óvart og gaf mér nudd í afmælisgjöf... þá meina ég prófesjónal nudd með heitum steinum, skrúbbi og ég veit ekki hvað og hvað en hún kom með mér og fékk sömu meðferð. Eftir nuddið fórum við inn í baðstofuna en þetta var á Laugum, Laugardal. Þar leið manni eins og ríkum manni, í fyrsta skipti á minni fátæku ævi en þar inni gat maður vafrað um eins og ekkert væri sjálfsagðara og valið milli þess að fara í sauna (ca 4 sauna klefar), gufubað, íssturtu, heitan pott, hvíldarherbergi og ýmislegt fleira. Eftir þessa frábæru afslöppunarferð var farið heim og slappað enn meira af... síðar um kvöldið var svo ferðinni heitið í Keiluhöllina í Öskjuhlíð þar sem komu saman bróðir minn Finnur, vinir mínir Bergvin, Raphaël og Sturla og svo kærastan, Svetlana til að spila afmæliskeilu. Ég bætti persónulegt met mitt í fyrsta leik, skoraði heil 115 stig (er betri í körfubolta...) og lenti í 2 sæti, á eftir keilufríkinu Sturlu. Í öðrum leik lenti ég í 3ja sæti og í þriðja og síðasta leiknum rétt tapaði ég 3ja sætinu fyrir Finni sem var að sjálfsögðu með eitt stig meira en ég. Ég hef sem sagt sjaldan verið svona góður í keilu þó ég hefði ekki unnið giktveikt Nepalskt barn með þessari frammistöðu.
Við Svetlana kláruðum svo daginn með því að horfa á Cliffhanger sem ég hafði aldrei séð þrátt fyrir sterkan vilja, fínasta afþreying.
Dagurinn fékk 4 1/2 af 5 (ef ég hefði unnið 1 leik í keilu þá hefði hann fengið 5!)
Takk kærlega fyrir mig
Athugasemdir
Takk sömuleiðis. Hörkukeilukvöld. Þurfum að endurtaka leikinn fljótlega. Ég fékk harðsperrur eftir þetta helvíti heheh
Finnur Torfi Gunnarsson, 23.2.2007 kl. 10:44
Blessaður kútur, Eiríkur hér.
Leitt að ég skyldi ekki komast í keiluna með ykkur, dagurinn varð lengri en ég bjóst við og ég kom seint heim. Hitti þig vonandi bráðlega í staðinn bara, bíó eða eitthvað:)
Eiríkur S. EInarsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:49
Finnur: Hehe... viss að harðsperrurnar hafi ekki verið eftir körfuna?
Eiríkur: Já endilega, vertu í bandi :)
Björgvin Gunnarsson, 23.2.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.