Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér

Já, alveg er ég sammála Megasi í þessu fallega ljóði... finnst tíminn vera á fleygiferð og sumarið verður sjálfsagt búið áður en maður veit... við Svetlana erum í ströggli með að koma henni til Íslands í sumar... flókið mál, hún er búin að læra íslensku í 2 ár í HÍ og er fyrirmyndarmanneskja... en allt skal vera rétt hjá útlendingaeftirlitinu... en já í stuttu máli þá er þetta búið að vera ansi hreint flókið ferli en það er eins og að útlendingaeftirlitið sé að reyna að gera þetta eins flókið og hægt er svo að hún á endanum sætti sig bara við að fá dvalarleyfi í haust þegar skólinn byrjar aftur en þó er ennþá von, kemur í ljós á næstu dögum...

 

En já, ég er orðinn ritstjóri fréttavefsins www.austurlandid.is og lýst frábærlega á það... loksins smá brake hjá mér... er líka á heimaslóðum þannig að það eina sem vantar svo að sumarið heppnist sem best er að Sveta mín komist til landsins í tæka tíð.

 Fór í bíó með Helga bróður í gær á Reyðarfirði á myndina Shooter. Hún er amerísk en ef maður lætur það ekki fara í taugarnar á sér þá er hún alveg ágæt hehe, fær 2 af 5 hjá mér.

 

Ætla annars að koma hér með auglýsingagagnrýni á næstu dögum þar sem ég bý til lista yfir lélegustu auglýsingarnar sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi, gæti verið gaman :)

 

Jæja... er hættur að blaðra, farinn í sund eða eitthvað álíka róandi. 


Farvel Falwell!

Heimurinn andar kannski eilítið léttar núna... mannhatarinn er dáinn.
mbl.is Jerry Falwell látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Who u gonna call?

Spurning um að hringja í Vælubílinn?
mbl.is Breskur þingmaður krefst þess að Evróvisjón-kosningunni verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha!! Frábær frétt!

Glæsilegt! Gott að einhver af "fræga og fína" fólkinu fái sömu meðferð og lýðurinn. Vonandi lærir vitleysingurinn eitthvað af þessu... ef ekki... þá er tilvalið að starta raunveruleikaþætti um þetta allt saman.


mbl.is Paris Hilton í 45 daga fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsmorð í afbrýðiskasti?

Hún hefur kannski komið að manninum sínum í ástaratlotum við hænu af bænum ? LoL
mbl.is Geitabrúðurin öll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún fer aldrei í fangelsi.

Þetta skrípi fer aldrei í fangelsi, ekki frekar en aðrar frægar konur í henni hollywood, ætli hún fái ekki rassskell og er dæmd til þess að þvo klósett sem hún auðvitað lætur aðstoðakonu sína gera...

ef svo ólíklega vildi til að hún yrði dæmd í fangelsi þá er það nánast alveg öruggt að úr því verði raunveruleikaþáttur: A Jail life. Gaman að þessu.


mbl.is Fangelsisvistar krafist yfir Paris Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott svar Þórhallur!

Er kominn með upp í kok af hroka framsóknarmanna á borð við Jónínu og Jón Sigurðsson sem finnst það fáránlegt ef þau fá erfiðar spurningar, fjölmiðlafólk má víst ekki dirfast að spyrja spurninga sem erfitt er að svara.  Ef að Steingrímur J. eða Össur eða einhver af stjórnarandstöðuþingmönnunum hefði átt tengdadóttur eða son í þessu máli þá er ég alveg 100% viss um að eitthvað heyrðist í Jónínu Bjartmars og Co.! Málið er einfalt, Kastljósið spyr spurninga og það er Jónínu og co að svara, svo einfalt er það.
mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband