Farvel Falwell!

Heimurinn andar kannski eilítið léttar núna... mannhatarinn er dáinn.
mbl.is Jerry Falwell látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Per Krogshøj

Gott að vita að eitur þitt gagnvart öðrum mönnum beinist ekki aðeins að mér, heldur líka afvegaleiddum vitleysingum. Reynið nú að finna auðmýkt í hjarta þínu og læra að fyrirgefa!

Hatur, illska og reiði margfaldast aðeins ef þú nærð ekki að skera af því höfuðið áður en það verpir fræjum sínum í mannmergðina. Kannski hefur þú átt slæma æsku? Eiturlyf? Misnotkun? Vændi? Munaðarlaus?

Ég vona að þú finnir gleði brátt. 

Per Krogshøj, 16.5.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Hahahahahahahahaha það er það eina sem hægt er að segja við þessi orð þín "doktor" Per.  Mér líður ósköp vel þakka þér fyrir og átti bara fínustu æsku og er laus við allt það sem þú nefndir hér. Mig grunar hinsvegar að þú gangir ekki alveg heill til skógar, ef þú ert ekki að grínast með trúarofstækisruglið þitt. Hafðu það gott og passaðu þig á portúgölum.

Björgvin Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 01:39

3 Smámynd: Per Krogshøj

Tel ég mig harla vera trúarofstækismann þar sem ég reyni að vega og meta báðar hliðar áður en ég tek mér skoðun á málinu. Finnst mér Portúgala kommentið þitt vera vægast sagt ósmekklegt og sérstaklega þar sem að ég átti í löngu og fallegu sambandi með eldri portúgalsri konu á tímabili, leyfi ég þeim góðu stundum þó ekki að blinda mig gagnvart þeim möguleika að það búi í raun illindi milli tungumálanna (veit ég að kanar líða Brasilíubúa illa, og Englendingar bera svipaðann en þó öðruvísi huga til Portúgala) og að tungumál móta menningu og viðhorf gagnvart hlutum.  Bendi á Kóreu og Japan aftur til að vekja athygli á máli mínu.

En trúi ég því harla að þú sért í raun hamingjusamur, sérstaklega þar sem þú virðist, af ritum þínum að dæma, einbeita þér að neikvæðum hlutum. Annaðhvort hefur þú hert hjarta þitt fyrir mannkyninu, eða þó áttar þig ekki á eigin óhamingju. Til að vitna í Joe R. Lansdale, eftir að hafa eitt miklum tíma í að rita um hið dökka:

"no longer did the creatures in the shadows scatter away, but instead invited me to sit down and have a drink." Eftir það breytti hann algjörlega um ritstefnu og fór að skrifa um sigur manna og stolt! Líkt og hina fallegu smásögu Bubba HoTep (úr smásagnasafninu Writer of the Purple Rage) 

Per Krogshøj, 17.5.2007 kl. 17:56

4 identicon

Hann hafdi tho allavega rett fyrir ser med stubbana. Aldrei hagstaett ad oska odrum illt, en eg get ekki sagt ad eg sakni hans.

Hjalli (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 18:14

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvaða sálfræðitripp er þetta hjá Doktor Per?

Falwell var ekki vel innrættur maður og hann og hans líkar tröðkuðu á fólki með hatursáróðri og hræðsluáróðri. Svo kenndi hann sig við Krist. Eyddu orku þinni í eitthvað annað Doktor Per en að reyna að sálgreina aðra hér á síðunni þegar þú varla þekkir sjálfan þig.  Það táknar ekki að fólk sé óhamingjusamt ef það gagnrýnir illar gjörðir og óréttlæti.......... það er gott fólk sem gerir það. Það þarf að vekja fólk til umhugsunar og það gengur ekki að svífa um á bleiku skýi og halda að allt sé í stakasta lagi á meðan fólk er óréttlæti beitt.

Góð athugasemd hjá þér Björgvin. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.5.2007 kl. 22:19

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Langar að bæta við að nýjasti pistillinn minn fjallar einmitt um þessa sömu frétt "Trúarofstækismaður fallinn" heitir hann.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.5.2007 kl. 22:21

7 Smámynd: Per Krogshøj

Rit sem að einbeita sér að mestu eða nær eingöngu að hinu slæma og dökka er merki um siðblindu, geðveilu, hatur gagnvart mannkyninu eða slæma líðan.

Falwell var misleiddur maður sem þjáðist af óhóflegu hatri. Ættum aldrei að gleðjast yfir dauða neinnar manneskju, nema það sé flótti frá endalausri þjáningu. 

Per Krogshøj, 18.5.2007 kl. 17:52

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Fyrst þetta er þín skoðun Doktor Per, þá ættir þú ekki að commenta nema á skrif sem fjalla um hamingju og gleðileg málefni.

Mín skoðun er hins vegar sú og er ég ekki óreynd manneskja og heimsk, að það eigi að gagnrýna ljóta hluti, það vekur fólk til umhugsunar oft og tíðum og fær það til að vilja gera betur.

Síðan á maður auðvitað líka að styðja það sem er gott og fallegt og auðga þá hluti þannig. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.5.2007 kl. 21:58

9 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Dr. Per. Ég nenni ekki að rífast á netinu... sérstaklega ekki við þig því það er sama hvað ég segi, þú átt alltaf eftir að vera ósammála því. Ég hata ekki mannkynið, mér finnst það ekki fullkomið frekar en flestum öðrum og bendi á það sem mér finnst slæmt við það, ég er kaldhæðinn en þannig er bara minn karakter, mér líður annars bara mjög vel, er í frábæru sambandi við yndislega stelpu frá Rússlandi og á góða fjölskyldu og vini. Ég var alinn upp í Trékyllisvík og svo á Héraðinu, hef alltaf átt marga og góða vini, hef ekki misst foreldra mína þó þeir séu ekki lengur gift. Heilsa mín er fín, þjáist ekki af neinu alvarlegu, er með vægt astmatilfelli en það hrellir mig lítið, ég sem ljóð og finnst ótrúlega gaman að ferðast um heiminn og sjá ólíka menningarheima, hef unun af kvikmyndum og listum, var meira að segja formaður leikfélags fyrir nokkrum árum. Þeir sem þekkja mig vita að ég er með svolítið svartan húmor en um leið hress og skemmtilegur. Ég er alls ekki siðblindur, hef rosalega sterka réttlætiskennd, er einmitt maðurinn sem skilar debetkorti sem gleymist í hraðbanka (gerðist um daginn í Austurstrætinu) og maðurinn sem alltaf bankar og bíður eftir að vinirnir hleypa manni inn á meðan aðrir ryðjast bara inn, er sem sagt vel upp alinn og einstaklega kurteis. Ég verð þess vegna svo rosalega reiður stundum þegar ég sé eitthvað sem ofbýður mér og jú, kannski geng ég of langt stundum í að benda á það en þannig er það bara.  Ég er alls ekki fullkominn, er mjög óákveðinn til dæmis og oft sjúklega forvitinn... er stundum með minnimáttarkennd en í heildina er ég góður maður.

Vonandi  líturðu í eigin barm og sérð að á bakvið öll gluggatjöld eru vandamál.

Lifðu vel og lengi. 

Björgvin Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 14:22

10 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Auðvitað átti að standa þarna "þó þeir séu ekki lengur giftir" en þá er ég að tala um þeir foreldrarnir.

Björgvin Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 14:23

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hljómar bara eins og heilbrigður og vel hugsandi maður

Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.5.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband